Íslandsmeistarar krýndir um helgina.

islandsmot

Um helgina fór fram Íslandsmeistararmótið í frisbígolfi en keppt var á þremur völlum, Gufunesi, Fossvogi og Laugardal. Á mótinu er keppt í 5 flokkum og krýndir Íslandsmeistarar í opnum flokki, kvennaflokki og barnaflokki. Hörkuspennandi keppni var í öllum flokkum en það endaði svo að Jón Símon Gíslason varð Íslandmeistari karla, Guðbjörg Ragnarsdóttir Íslandsmeistari kvenna og Blær Örn Ásgeirsson er Íslandsmeistari barna. Guðbjörg varði sinn titil frá því í fyrra en hún er margfaldur Íslandsmeistari en Jón Símon var að vinna titilinn í annað sinn en hann vann einnig 2013. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Nýr frisbígolfvöllur á Egilsstöðum

Frisbí 2

Völlurinn í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum er sex körfu völlur og öllum opinn. Við innkomuna í garðinn, nálægt Safnahúsinu, hefur verið komið fyrir skilti sem sýnir skipulag frisbívallarins, m.a. lengd einstakra brauta.

Auk Fljótsdalshéraðs lagði Ungmennafélagið Þristurinn til fjármagn til kaupa á körfu, og Minningasjóður um Pétur Kjerúlf lagði verkefninu til veglegt fjárframlag til minningar um Pétur. Á skiltinu við frisbívöllinn standa þessi orð frá aðstandendum sjóðsins til minningar um Pétur: „Brosum, elskum og njótum dagsins í dag og verum þakklát fyrir það sem við eigum og erum. Verum besta útgáfan af okkur og njótum litlu hlutanna í lífinu, því þegar litið er til baka eru það þeir sem skipta máli. Grípum stundina og gerum hana að þeirri réttu í stað þess að bíða eftir henni.“

Hér er kort af vellinum. Egilsstaðir

Íslandsmótið í frisbígolfi 2015

isl15c

Íslandsmótið verður haldið dagana 4-6. september 2015

Keppt verður í 5 flokkum og á þremur völlum. Mótsstjóri er Bjarni Baldvinsson. Á föstudeginum er keppt í Texas Scramble á Klambratúni.

Skráning skal send á netfangið folf@folf.is og tilgreint í hvaða flokki keppt er. Skráningu lýkur miðvikudaginn 2. september kl. 18.

Nánari upplýsingar eru hér: Íslandsmót í frisbígolfi 2015

Upplýsingar um A-flokk eru hér: Íslandsmót í frisbígolfi 2015 – A

Upplýsingar um B-flokk eru hér: Íslandsmót í frisbígolfi 2015 – B

Upplýsingar um C-flokk eru hér: Íslandsmót í frisbígolfi 2015 – C

Upplýsingar um kvennaflokk eru hér: Íslandsmót í frisbígolfi 2015 – kvenna

Upplýsingar um barnaflokk eru hér: Íslandsmót í frisbígolfi 2015 – barna

Nýr völlur á Seltjarnarnesi

FullSizeRender

Einn nýjasti folfvöllurinn er nú kominn í notkun á Valhúsahæðinni á Seltjarnarnesi. Völlurinn er með 9 körfur og liggur í hring frá kirkjunni og því auðvelt að finna hann. Heimamenn hönnuðu brautirnar sem liggja um hæðina en við hvetjum auðvitað alla til þess að prófa.

Nýr frisbígolfvöllur á Egilsstöðum

íslandskort2014d

Í síðustu viku var opnaður fyrsti folfvöllurinn á Austfjörðum en það er skemmtilegur völlur í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Hann er 6 körfu völlur og með fjölbreyttar brautir á þessu frábæra svæði. Við hvetjum alla til þess að prófa hvort sem þeir búa á Austurlandi eða eru á leið þar hjá. Einnig er nýbúið að opna nýjan völl á Húsavík.

Á næstu dögum verður síðan settur upp 9 körfu völlur í Glerárhverfi á Akureyri en síðan bætast við vellir á Eiðsvelli, Akureyri, Seltjarnarnesi og Seljahverfi.