Nýr frisbígolfvöllur á Egilsstöðum

íslandskort2014d

Í síðustu viku var opnaður fyrsti folfvöllurinn á Austfjörðum en það er skemmtilegur völlur í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Hann er 6 körfu völlur og með fjölbreyttar brautir á þessu frábæra svæði. Við hvetjum alla til þess að prófa hvort sem þeir búa á Austurlandi eða eru á leið þar hjá. Einnig er nýbúið að opna nýja völl á Húsavík.

Á næstu dögum verður síðan settur upp 9 körfu völlur í Glerárhverfi á Akureyri en síðan bætast við vellir á Eiðsvelli, Akureyri, Seltjarnarnesi og Seljahverfi.

Völlurinn Garðarlundi Akranesi

IMG_0638-1Einn er sá völlur sem er í uppáhaldi hjá mörgum folfurum en það er völlurinn á Akranesi. Hann er staðsettur í fallegum garði, Garðarlundi, sem liggur við hlið golfvallarins og er algjör perla þeirra Skagamanna. Völlurinn er með níu brautum og bíður upp á mikla fjölbreyttni s.s. trjágöng, tjarnir, mishæður og opin skot. Brautirnar eru frekar stuttar en krefjandi en tveir teigar eru á hverri braut. Við hvetjum alla til þess að leggja leið sína upp á Akranes og prófa þennan frábæra völl.

Mikill uppgangur folfsins

_MG_3821Gaman er að fylgjast með þeirri miklu uppsveiflu sem er í frisbígolfi hér á landi en hún er í samhengi við þær auknu vinsældir sem eru um allan heim. Vinsælustu vellirnir eru gríðarlega mikið sóttir en á bestu dögunum eru spilarar á hverjum teig og þúsundir að spila á hverjum degi. Fara þurfti í framkvæmdir á teigum og grínum á Klambratúni vegna mikillar notkunar sem er auðvitað í okkar augum lúxusvandamál sem gaman er að glíma við.
Við hvetjum alla til þess að draga vini, ættingja, vinnufélaga og nágranna út á völl og kynna þeim þessa frábæru íþrótt enda allir sem geta spilað frisbígolf.

Miðnæturmánaðarmót

sunset2

Næsta fimmtudag, 18. júní, verður haldið hið árlega miðnæturmót okkar folfara enda Jónsmessa næstu helgi og því lengstu dagar ársins. Mótið byrjar kl. 23 og lýkur rétt fyrir kl. 01 eftir miðnætti. Keppt verður eftir Texas Scramble fyrirkomulagi og í tveggja manna liðum. Keppnisgjald er 2.000 á mann (1.000 fyrir félaga ÍFS). Mæting er kl. 22.30

Sjö nýir vellir að bætast við

fossvogurMikill áhugi er hjá sveitarfélögum um að setja upp frisbígolfvelli í sinni heimabyggð og eru mörg þeirra að skoða þennan möguleika enda bendum við á að þetta sé ódýr og einföld leið til að auka fjölbreyttni í afþreyingu fyrir íbúa auk þess sem frisbígolf stuðlar að aukinni hreyfingu og auðvitað lífsgleði.

Nú í sumar er komin staðfesting á sjö nýjum völlum en þeir eru á Egilsstöðum, tveir á Akureyri (Glerárþorp og Eiðsvelli), á Húsavík, í Bolungarvík, á Seltjarnarnesi og í Seljahverfi í Reykjavík (hjá Ölduselsskóla). Þessir vellir bætast við þá 19 sem nú þegar eru á landinu en auk þess eru mörg bæjarfélög jákvæð og gætu tekið ákvörðun í sumar.