Íslandsmótið í frisbígolfi 2015

isl15c

Íslandsmótið verður haldið dagana 4-6. september 2015

Keppt verður í 5 flokkum og á þremur völlum. Mótsstjóri er Bjarni Baldvinsson. Á föstudeginum er keppt í Texas Scramble á Klambratúni.

Föstudagur 4. september

Kl. 17.30     Mæting í Texas – Keppt í tveggja manna liðum

Kl. 18.00     Íslandsmeistaramótið í Texas scramble – Klambratúnsvöllur

 

Laugardagur 5. september

A- og B- flokkar:

Kl. 09.00    Mæting A- og B-flokka í Gufunes

Kl. 09.30    A- og B-flokkar. 18 holu hringur – Gufunesvöllur (bláir teigar)

Kl. 09.30    Mæting í C-flokki í Fossvog

Kl. 10.00    C-flokkur – Fossvogur (tveir hringir, 50% niðurskurður eftir fyrri hring)

Kl. 10.00    Barnaflokkur – 18 holur. – Fossvogur

Kl. 12.00    Hádegishlé Gufunesi (matur fyrir A- og B-flokk)

Kl. 14.00    A- og B-flokkar. 18 holu hringur – Gufunesvöllur (sérteigar)

Kl. 17.00    Leik lokið

 

Sunnudagur 6. september

Kl. 09.00     A-, B- og kvennaflokkar.

18 holur – Fossvogsvöllur. Niðurskurður eftir þennan hring.

Efstu 50% í A-flokki fara áfram í úrslit. (lágmark 8 manns).

Leik lokið í B-flokki.

Kl. 12.00    Hádegishlé Fossvogur (matur fyrir A- B- og kvennaflokk)

Kl. 14.00    A-flokkur. Undanúrslit. 9 holur – Laugardalur – hvítir teigar

Kl. 14.00     Kvennaflokkur. Úrslit. 9 holur – Laugardalur – hvítir teigar

Kl. 15.30     Úrslit í A-flokki. Efstu fimm spila 9 holur – sérvaldir teigar Laugardalur.

Sjötti maður kemur inn ef munar þremur eða minna frá þriðja sæti (endanleg

ákvörðun mótsstjóra)

Kl. 17.00      Verðlaunaafhending – móti lokið

Skráning skal send á netfangið folf@folf.is og tilgreint í hvaða flokki keppt er. Skráningu lýkur miðvikudaginn 2. september kl. 18.

Nánari upplýsingar eru hér: Íslandsmót í frisbígolfi 2015

Nýr völlur á Seltjarnarnesi

FullSizeRender

Einn nýjasti folfvöllurinn er nú kominn í notkun á Valhúsahæðinni á Seltjarnarnesi. Völlurinn er með 9 körfur og liggur í hring frá kirkjunni og því auðvelt að finna hann. Heimamenn hönnuðu brautirnar sem liggja um hæðina en við hvetjum auðvitað alla til þess að prófa.

Nýr frisbígolfvöllur á Egilsstöðum

íslandskort2014d

Í síðustu viku var opnaður fyrsti folfvöllurinn á Austfjörðum en það er skemmtilegur völlur í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Hann er 6 körfu völlur og með fjölbreyttar brautir á þessu frábæra svæði. Við hvetjum alla til þess að prófa hvort sem þeir búa á Austurlandi eða eru á leið þar hjá. Einnig er nýbúið að opna nýjan völl á Húsavík.

Á næstu dögum verður síðan settur upp 9 körfu völlur í Glerárhverfi á Akureyri en síðan bætast við vellir á Eiðsvelli, Akureyri, Seltjarnarnesi og Seljahverfi.

Völlurinn Garðarlundi Akranesi

IMG_0638-1Einn er sá völlur sem er í uppáhaldi hjá mörgum folfurum en það er völlurinn á Akranesi. Hann er staðsettur í fallegum garði, Garðarlundi, sem liggur við hlið golfvallarins og er algjör perla þeirra Skagamanna. Völlurinn er með níu brautum og bíður upp á mikla fjölbreyttni s.s. trjágöng, tjarnir, mishæður og opin skot. Brautirnar eru frekar stuttar en krefjandi en tveir teigar eru á hverri braut. Við hvetjum alla til þess að leggja leið sína upp á Akranes og prófa þennan frábæra völl.

Mikill uppgangur folfsins

_MG_3821Gaman er að fylgjast með þeirri miklu uppsveiflu sem er í frisbígolfi hér á landi en hún er í samhengi við þær auknu vinsældir sem eru um allan heim. Vinsælustu vellirnir eru gríðarlega mikið sóttir en á bestu dögunum eru spilarar á hverjum teig og þúsundir að spila á hverjum degi. Fara þurfti í framkvæmdir á teigum og grínum á Klambratúni vegna mikillar notkunar sem er auðvitað í okkar augum lúxusvandamál sem gaman er að glíma við.
Við hvetjum alla til þess að draga vini, ættingja, vinnufélaga og nágranna út á völl og kynna þeim þessa frábæru íþrótt enda allir sem geta spilað frisbígolf.