Af hverju frisbígolf?

Featured

_MG_4188Mikil aukning hefur verið síðustu ár á þeim sem hafa uppgvötað frisbígolf og eru farnir að stunda það af kappi. Þessu hafa mörg sveitarfélög tekið eftir og fáum við fjölda fyrirspurna þar sem verið er að velta því upp af hverju ætti að setja upp frisbígolfvöll í bæjarfélaginu.

Ástæðurnar eru fjölmargar. Fyrir utan tilbreytingu og fjölbreytni í afþreyingu þá er frisbígolfið sérlega hentugt fyrir alla aldurshópa og auðvelt fyrir hvern sem er að ná tökum á því.

  • Ódýrt og einfalt er að setja upp heilan völl. Engar landslagsbreytingar.
  • Kostar ekkert að spila á völlunum.
  • Búnaður er mjög ódýr, í byrjun nægir einn 2.000 króna frisbídiskur.
  • Hentar allt frá börnum til ömmu og afa.
  • Hægt að spila í flestum veðrum, allt árið.
  • Holl og góð hreyfing.
  • Hægt að stunda einn eða fara með vinahópnum.
  • Færir nýtt líf á svæði þar sem er t.d. skógrækt, útivistarsvæði, almenningsgarðar ofl.
  • Viðhald á völlunum er mjög lítið.

Það er því engin spurning að frisbígolfvöllur er frábær viðbót við þá afþreyingu sem fyrir er.

 

Haustmótaröð ÍFS – 777

777

7 laugardagar – 7 mót – 7 vellir.

Ákveðið hefur verið að gera tilraun og halda létt haustmót næstu 7 laugardaga á völlunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefjast þau alltaf kl. 13 en spilaðar verða 18 brautir. 
Keppt verður í einum opnum flokki og veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Keppnisgjald er 2.000 kr (1.000 fyrir félaga ÍFS).

1. nóvember – Breiðholtsvöllur (Birgir keppnisstjóri)
8. nóvember – Mosfellsvöllur
15. nóvermber – Viðistaðatún (Brjánn keppnisstjóri
22. nóvember – Gufunes (hvítir)
29. nóvember – Laugardalur
6. desember – Fossvogsvöllur
13. desember – Klambratún

Okkur vantar keppnisstjóra fyrir mótin (tekur á móti keppendum og mótsgjaldi, skiptir í holl og afhendir verðlaun). Áhugasamir sendið mail á folf@folf.is

Vetrarfolf

_MG_6699Nú þegar veturinn er kominn um allt land er rétt að benda á að frisbígolf er hægt að spila allt árið. Allir vellirnir hér á landi eru heilsársvellir og auðvelt að spila yfir veturinn. Gott er að velja liti á diskum sem sjást vel, skilja hvítu diskana eftir heima.

Við hvetjum alla til þess að klæða sig upp og prófa að spila í vetur.

Folf fundur

kaffifundur

Í kvöld kl. 20 ætlar stjórn ÍFS að halda fund til þess að ræða málefni frisbígolfsins og áherslur næsta árs. Á þessu ári hefur völlunum fjölgað úr 7 í 19 og mikill fjöldi spilara kynnst sportinu. Hverjar eiga áherslunar að vera núna, hvernig viljum við hafa mótamálin, eigum við að leggja áherslu á fleiri velli osfrv.

Fundurinn verður haldinn í hlöðunni í Gufunesi og hvetjum við auðvitað alla áhugasama til þess að mæta og ræða þessi áhugaverðu mál.