Fyrsta mánaðarmótið

Fimmtudaginn 17. apríl verður fyrsta mánaðarmót sumarsins haldið og er mæting kl. 13. Keppt verður eftir hönnun nýs vallar í Fossvogsdalnum en settar verða upp ferðakörfur þar sem völlurinn verður ekki settur formlega upp fyrr en í sumar. Þægilegasta leiðin er að koma niður Árland og beygja þar til hægri á bílastæði sem þar eru.

Árgjald 2014

_MG_4903

Nú þegar fyrsta mót sumarsins er að skella á er rétt að minna á að félagsaðild ÍFS gefur afslátt af mótum auk annara fríinda. Árgjaldið er aðeins 2.000 krónur og fyrir eldri félaga er nóg að millifæri á reikning félagsins. Nýjir félagar þurfa að ská sig inn á forsíðu folf.is

Millifærsluupplýsingarnar eru:

Íslenska frisbígolfsambandið kt. 450705-0630, reikningur: 513-14-503326

Reykjavík verður betri

folfvellir2014

Í nýafstöðnum kosningum á vef Reykjavíkurborgar, Betri hverfi, var samþykkt að setja upp á þessu ári þrjá nýja frisbígolfvelli í Reykjavík auk þess að gera endurbætur á vellinum okkar í Gufunesi. Nýju vellirnir verða allir 9 körfu og munu koma í Breiðholti (við Fella- og hólakirkju), í Fossvogsdal og í Laugardal (fyrir ofan gömlu þvottalaugarnar). Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær vellirnir verða settir upp annað en það verður klárað á þessu ári. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir okkur folfara og stefnir í skemmtilegt folfsumar.