Vetrarsól

IMG_4093

Þrátt fyrir snjó og kulda þá er auðvelt að spila frisbígolf á veturna. Góður fatnaður og litaðir diskar (ekki hvítir) er allt sem þarf. Körfurnar standa yfirleitt alltaf uppúr snjónum og því auðvelt að finna þær. Stundum getur verið gott að vera á mannbroddum (gormum) vegna hálku og ef mikill snjór er yfir vellinum þá getur diskurinn týnst auðveldlega. Þá er gott ráð að líma grannan spotta (1-1,5 metra) í miðjan diskinn en þessi borði finnst alltaf auðveldlega. Pakkaborði er líka hentugur. Góða skemmtun.

Áramótið 2016

10644899_10207328841412800_5214302055885268355_n

Hefð er komið á að halda fyrstu keppni ársins á fyrsta sunnudegi á vellinum í Gufunesi, óháð veðri og vindum. Síðustu ár höfum við haldið þessum sið og lent í allskonar veðri, bæði snjó og hita. Gott er að byrja árið með þessum hætti. Spilaður verður einn hringur af bláum teigum og hefst keppni kl. 13 sunnudaginn 3. janúar.

Vetur konungur

_MG_0206

Nú hefur snjóað vel á okkur landsmenn og vellirnir okkar teppalagðir með 30-60 cm snjólagi. Margir eru samt enn að spila enda getur það verið mjög skemmtilegt að taka hring við þessar aðstæður. Best er að vera með skæra diska sem finnast vel í snjónum en sumir nota það ráð að binda c.a. 50 cm band/borða í miðjan diskinn sem auðvelt er að finna.

Fimmti völlurinn tekinn í notkun á Akureyri

IMG_3183

Nú í vikunni var settur upp nýr 6 körfu frisbígolfvöllur á Eiðsvelli á Akureyri en völlurinn er sá fimmti sem Akureyringar geta nú spilað á. Hinir eru að Hömrum, á Hamarskotstúni, við Glerárskóla og í Hrísey. Auk þess voru settar upp stakar körfur við Oddeyrarskóla, Eyrarveg og við Hjalteyrargötu.

Akureyri er því orðinn draumastaður fyrir áhugasama frisbígolfkastara enda vellirnir mjög ólíkir og fjölbreyttnin mikil. Án efa er erfiðasti völlurinn inn á Hömrum en hann er að mörgum talinn einn skemmtilegasti (og erfiðasti) völlur landsins. Vellirnir á Hamarskotstúni og Eiðsvelli eru hinsvegar stuttir vellir þar sem hægt er að spila með pútterum eða midrange diskum. Völlurinn við Glerárskóla var settur upp í sumar og notaður á Landsmóti UMFÍ sem fram fór um verslunarmannahelgina en um 80 manns kepptu þá í folfi.

Íslandsmeistarar krýndir um helgina.

islandsmot

Um helgina fór fram Íslandsmeistararmótið í frisbígolfi en keppt var á þremur völlum, Gufunesi, Fossvogi og Laugardal. Á mótinu er keppt í 5 flokkum og krýndir Íslandsmeistarar í opnum flokki, kvennaflokki og barnaflokki. Hörkuspennandi keppni var í öllum flokkum en það endaði svo að Jón Símon Gíslason varð Íslandmeistari karla, Guðbjörg Ragnarsdóttir Íslandsmeistari kvenna og Blær Örn Ásgeirsson er Íslandsmeistari barna. Guðbjörg varði sinn titil frá því í fyrra en hún er margfaldur Íslandsmeistari en Jón Símon var að vinna titilinn í annað sinn en hann vann einnig 2013. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.