Af hverju frisbígolf?

Featured

_MG_4188Mikil aukning hefur verið síðustu ár á þeim sem hafa uppgvötað frisbígolf og eru farnir að stunda það af kappi. Þessu hafa mörg sveitarfélög tekið eftir og fáum við fjölda fyrirspurna þar sem verið er að velta því upp af hverju ætti að setja upp frisbígolfvöll í bæjarfélaginu.

Ástæðurnar eru fjölmargar. Fyrir utan tilbreytingu og fjölbreytni í afþreyingu þá er frisbígolfið sérlega hentugt fyrir alla aldurshópa og auðvelt fyrir hvern sem er að ná tökum á því.

  • Ódýrt og einfalt er að setja upp heilan völl. Engar landslagsbreytingar.
  • Kostar ekkert að spila á völlunum.
  • Búnaður er mjög ódýr, í byrjun nægir einn 2.000 króna frisbídiskur.
  • Hentar allt frá börnum til ömmu og afa.
  • Hægt að spila í flestum veðrum, allt árið.
  • Holl og góð hreyfing.
  • Hægt að stunda einn eða fara með vinahópnum.
  • Færir nýtt líf á svæði þar sem er t.d. skógrækt, útivistarsvæði, almenningsgarðar ofl.
  • Viðhald á völlunum er mjög lítið.

Það er því engin spurning að frisbígolfvöllur er frábær viðbót við þá afþreyingu sem fyrir er.

 

Mínus 2 á ári

sunset2

Nú þar sem sumrinu er lokið og dagur styttist tekur skammdegisfrisbígolfið við. Við notum sjálflýsandi diska og ljósabúnað til að berjast við rökkrið, en við hljótum öll að geta sammælst um að ákjósanlegast væri þó að birtunnar nyti lengur við.

Nú liggur fyrir Alþingi þverpólitísk þingsályktunartillaga um að færa klukkuna á Íslandi aftur um eina klukkustund allt árið. Fyrir þessu liggja auðvitað ýmsar góðar og gildar ástæður, en þær miða flestar að því að “flýta sólarupprás” ef svo má að orði komast, og fjölga þar með þeim dögum þar sem við Íslendingar getum skundað til vinnu í björtu, enda þykir það hafa merkjanleg áhrif á árstíðabundið lundarfar.

Óhjákvæmilegu afleiðingar þessa, sem þó sjaldnar dúkka upp í umræðunni, eru þó þær að ef við færum klukkuna til að þessu marki þá styttum við daginn að sjálfsögðu í seinni endann, og flýtum sólsetri þar af leiðandi um þennan sama klukkutíma.

Fyrir okkur, sem og aðra sem kjósa að stunda útiveru í lok vinnudags, þýðir þetta að síðdegisbirtan hverfur á veturna, og frisbígolftímabilið þar sem hinn almenni dagvinnumaður getur leikið á virkum dögum styttist um ca. 2 mánuði að ári, einn að hausti, og annan að vori.

Hér má vera að samfélagslegur ávinningur sé það mikill að þessi rök vegi léttvægt, en miðað við hversu óhagstætt tíðarfarið hefur verið okkur síðustu tvö sumur, væri afar dapurt ef við útivistarfólk töpuðum sömuleiðis þessum tíma.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar:

http://www.althingi.is/altext/144/s/0421.html

http://mennta.hi.is/vefir/staerdfraedi/lif_og_starf/solargangur.htm

 

Haustmótaröð ÍFS – 777

777

7 laugardagar – 7 mót – 7 vellir.

Ákveðið hefur verið að gera tilraun og halda létt haustmót næstu 7 laugardaga á völlunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefjast þau alltaf kl. 13 en spilaðar verða 18 brautir. 
Keppt verður í einum opnum flokki og veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Keppnisgjald er 2.000 kr (1.000 fyrir félaga ÍFS).

1. nóvember – Breiðholtsvöllur (Birgir keppnisstjóri)
8. nóvember – Mosfellsvöllur
15. nóvermber – Viðistaðatún (Brjánn keppnisstjóri
22. nóvember – Gufunes (hvítir)
29. nóvember – Laugardalur
6. desember – Fossvogsvöllur
13. desember – Klambratún

Okkur vantar keppnisstjóra fyrir mótin (tekur á móti keppendum og mótsgjaldi, skiptir í holl og afhendir verðlaun). Áhugasamir sendið mail á folf@folf.is

Vetrarfolf

_MG_6699Nú þegar veturinn er kominn um allt land er rétt að benda á að frisbígolf er hægt að spila allt árið. Allir vellirnir hér á landi eru heilsársvellir og auðvelt að spila yfir veturinn. Gott er að velja liti á diskum sem sjást vel, skilja hvítu diskana eftir heima.

Við hvetjum alla til þess að klæða sig upp og prófa að spila í vetur.