Nýju vellirnir slá í gegn

hrisey

Mjög ánægjulegt er að sjá þann mikla fjölda fólks sem er að uppgvöta frisbígolf síðustu mánuði. Mikil aukning hefur orðið síðan við opnuðum nýju vellina þrá í Reykjavík þ.e. í Laugardal, í Fossvogsdal og í Breiðholti og greinilegt að almenningur tekur þessari viðbót við afþreyingu fagnandi. Gaman er að sjá fólk á öllum aldri spila folf og áberandi er að fjölskyldur eru byrjaðar að spila enda frisbígolf hentugt öllum aldurshópum. Fjölbreyttir teigar eru skemmtileg leið til að jafna út getumuninn. Við vonum að veðrið haldist gott langt fram á haust fyrir áhugasama spilara.

Íslandsmótið 2014

mot14

Helgina 5.-7. september nk. verður Íslandsmótið í frisbígolfi haldið og hefst á föstudeginum með Íslandsmóti í Texas Scramble sem er einskonar upphitun fyrir helgina. Tveir eru í liði og kasta báðir en betra kastið er látið gilda.

Keppt verður í þetta sinn á þremur völlum, á föstudeginum verður keppt á Klambratúnsvelli sem og á sunnudeginum í C-, kvenna- og barnaflokki. Klambravöllur er orðinn heimavöllur margra spilara og því ákváðum við að halda hluta mótsins þar. Við vonumst til að sem flestir taki þátt enda mótið miðað við bæði byrjendur og vanari folfara.

Nánari upplýsingar um mótið má sækja hér: folf íslandsmót 2014b.

Borgarstjóri opnar nýja velli

_MG_9802

Í dag 21. ágúst 2014 tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri formlega í notkun nýju frisbígolfvellina í Reykjavík með því að kasta fyrstu brautirnar. Dagur sýndir lipur tilþrif enda gamall handboltamaður og fór braut 3 á pari. Honum fannst greinilega gaman að diskakasti og ætlaði að mæta með börnin sín þarna fljótlega. ÍFS gaf honum disk með áritaðri dagsetningu sem hann kemur vonandi til með að prófa.

Nýju vellirnir í Reykjavík eru í Laugardal, Fossvogsdal og Breiðholti en tillögur um vellina komu til borgarinnar í gegnum átakið “Betri hverfi”.