Folf fundur

kaffifundur

Í kvöld kl. 20 ætlar stjórn ÍFS að halda fund til þess að ræða málefni frisbígolfsins og áherslur næsta árs. Á þessu ári hefur völlunum fjölgað úr 7 í 19 og mikill fjöldi spilara kynnst sportinu. Hverjar eiga áherslunar að vera núna, hvernig viljum við hafa mótamálin, eigum við að leggja áherslu á fleiri velli osfrv.

Fundurinn verður haldinn í hlöðunni í Gufunesi og hvetjum við auðvitað alla áhugasama til þess að mæta og ræða þessi áhugaverðu mál.

Rigning – endalaus rigning

pollar

Það hefur ekki farið fram hjá neinum folfara hér á suðvesturhorninu að það hefur rignt töluvert undanfarnar vikur og eru nú öll tún og útisvæði orðin gegnsósa af allri þessari bleytu. Við vonum að það fari fljótlega að stytta upp eða frysta þannig að hægt sé að ganga um vellina okkar þurrum fótum.

Á sama tima er auðvitað dagurinn að styttast og þá er vert að benda á sniðuga lausn sem hann Haukur í Frisbígolfbúðinni er að selja sem eru lítil ljós sem fest eru neðan á diska en auðvelt er að sjá og finna diskinn með þannig ljósi. Verðin á þessum ljósum hefur lækkað frá því í fyrra.

Síðustu mót sumarsins

hopmynd

Núna er nýlokið formlegri mótaröð ÍFS en í september var haldið Íslandsmót, síðasta mánaðarmótið og hið árlega Úlla ljóta mót sem var haldið við frábærar aðstæður á vellinum á Úlfljótsvatni. Á sama tíma var haldin lengdarkeppni en sigurvegari hennar varð Ari Jónsson sem kastaði lengst allra eða 112 metra og pútttkeppni þar sem púttmeistari ársins varð Pálmi Pétursson.