Heims- og Evrópumeistarar í heimsókn

IMG_7123

Þessa dagana eru staddir hér á landi þeir Avery Jenkins fyrrum heimsmeistari og Simon Lizotte núverandi Evrópumeistari í frisbígolfi. Þeir eru hér á landi í boði Íslenska frisbígolfsambandsins og halda námskeið 23. og 24. júlí. Mikil ánægja var eftir fyrstu tvö námskeiðin en þar fóru þeir í pútt tækni og stutt spil en einnig langskot (drive) þar sem sýnd var tækni til þess að bæta við lengd kasta. Hópurinn fékk að sjá Simon kasta driver um 200 metra og pútter hátt í 150 metra við mikla hrifningu áhorfenda.

Enn er hægt að skrá sig á síðasta námskeið sem verður haldið kl. 19 á fimmtudaginn á Klambratúni (skráning á staðnum).

Júlí mánaðarmót

10410142_10203712310961799_904897210235008905_n

Nú er komið að næsta mánaðarmóti en það er haldið fimmtudaginn 17. júlí og hefst kl. 19 (mæting 18.30) á Gufunesvelli. Keppt í öllum flokkum A, B, C, kvenna- og barnaflokki.

Keppnisgjald er 1.000 kr. fyrir félagsmenn ÍFS, 2.000 kr. fyrir aðra.

Námskeið – Deep in the game

Screen Shot 2014-07-09 at 10.27.00Nú liggur fyrir dagskráin á heimsókn þessara tveggja snillinga til landsins. Við hvetjum auðvitað alla áhugasama að nýta þetta einstaka tækifæri og læra handtökin af þeim bestu í heimi. Þeir kenna bæði pútttækni og löng köst. Þeir eru báðir þekktir fyrir að vera frábærir púttarar auk þess að vera með þeim lengstu í langskotum.

Við ætlum að fá þá til þess að spila tvo sýningarhringi í Gufunesi þar sem þeir sýna okkur hvernig þeir gera þetta, útskýra köstin og val á diskum. Það eru allir velkomnir að mæta á það og kostar ekkert.

Félagarnir Avery og Simon halda þrjú námskeið og verð á hverju námskeiði er aðeins 3.500 kr fyrir félagsmenn ÍFS, 5.000 kr. fyrir aðra.

22. júlí (þriðjudagur) – kl. 20.30 Hittingur á Klambratúni
23. júlí (miðvikudagur) – kl. 16-18 Námskeið (pútt)
23. júlí (miðvikudagur) – kl. 20-22 Námskeið (drive)
24. júlí (fimmtudagur) – kl. 19-21 Námskeið (drive)
25. júlí (föstudagur) – kl. 19.00 Sýningarhringur í Gufunesi

Við hvetjum alla til þess að nýta þetta einstaka tækifæri.

Þú getur skráð þig hér.