Veturinn að kveðja

vetrarkarfa

Þrátt fyrir óvenjumikinn lægðagang veðurguðanna í vetur þá hefur sá fjöldi spilara sem stundar frisbígolf yfir þessa köldustu mánuði ársin aldrei verið fleiri. Vetrarfolf er líka mjög auðvelt. Aðeins þarf að klæða sig vel, vera í góðum skóm og nota litsterka diska.

Í skammdeginu er líka hægt að nota litlar ljósadíður sem límdar eru undir diskana og gerir auðvelt að sjá þá og finna. Greinilegt er að margir hafa uppgvötað að frisbígolf er ekki síður skemmtilegt á veturnar heldur en á sumrin þó vissulega sé notalegt að spila í stuttbuxum á góðum sumardegi.   Við hvetjum alla til þess að drífa sig út á næsta völl og prófa áður en veturinn kveður endanlega.

Mótaskráin 2015

IMG_7124

Nú liggur fyrir mótaskráin fyrir árið en hún var kynnt og samþykkt á Aðalfundi ÍFS sem haldinn var fyrr í mánuðinum. Helsta breyting frá síðasta ári er sú að mánaðarmótin (þriðji fimmtudagur í mánuði) breytast flest yfir í Texas fyrirkomulag en það er gert til að gera mótin aðgengilegri fyrir fleiri. Einnig erum við búnir að semja við Frisbígolfbúðina um að halda mótaröð sem nefnist Þriðjudagsdeildin og verður spilað vikulega í þeirri mótaröð. Um leið verður tekið upp stigakerfi (ratings) sem er forgjafakerfi en það verður í fyrsta sinn sem við notum forgjöf hér á landi. Þeir sem vilja forgjöf þurfa að skrá sig hjá PDGA.

Hér er nýja mótaskráin.

Á þessum link geta áhugasamir skráð sig hjá PDGA en árgjaldið þar eru 20 dollarar.

Mikil fjölgun diska

Disc Golf 1

Undanfarin tvö ár hefur orðið mikil fjölgun í framleiðendum frisbídiska enda mikill vöxtur í íþróttinni um allan heim. Þau fyrirtæki sem hafa komið með nýja diska á markaðinn sl. tvö ár eru nú 27 en um helmingur þeirra voru stofnuð á síðustu 3 árum. Á síðasta ári komu 70 nýjir diskar á markaðinn sem samþykktir voru af PDGA en alls eru 686 ólíkir diskar í boði fyrir þá sem hafa áhuga á að eignast einn af hverjum. Fyrir tíu árum komu rétt um 25 nýjir diskar á ári. Á þessu ári bíða allir spenntir eftir nýjum diskum með tölvuflögum sem gefur möguleika á flugupplýsingum í símann svo ekki sé talað um leitarmöguleikana að týndum diskum.