Skemmtilegt Íslandsmót barna.

Það var líf og fjör í Grafarholtinu sl. laugardag þegar Íslandsmót barna var haldið þar en þetta er fjórða árið í röð sem við höldum þetta mót. Boðið var upp á 10 keppnisflokka og keppt bæði á litla vellinum (Græningjanum) og stóra vellinum fyrir 12 ára og eldri.
Veðrið lék við okkur og margir sem fóru brosandi heim eftir skemmtilegan dag.

Við vonumst til að sjá sem flesta á næsta ári en mótið er ávallt haldið fyrsta laugardag í júlí.