Íslandsmót barna

Á hverju ári er haldið sérstakt Íslandsmót barna en það er ætlað yngri keppendum í okkar frábæru íþrótt. Öll börn eru velkomin óháð getu eða reynslu í frisbígolfi.

Boðið er upp á 10 keppnisflokka en þeir eru: 15, 12, 10, 8, 6 ára og yngri í bæði stelpu og strákaflokkum. Skráning fer fram á staðnum og fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda fyrirspurn á folf@folf.is