Íslandsmeistarar 2025

Nú um helgina fór fram Íslandsmótið í frisbígolfi og lék veðrið við keppendur alla helgina. Keppt var í 6 flokkum en spilaðar voru þrjár umferðir, ein á Gufunesvelli og tvær á Grafarholtsvelli.
Mikil spenna var í flestum flokkum en þó ekki í Opnum meistaraflokki og Meistaraflokki kvenna þar sem Ellert Georgsson vann með miklum yfirburðum en hann spilaði hringinga þrjá á -21 kasti og var 13 köstum á undan næsta manni. Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill Ellerts.
Sama gerði María Eldey Kristínardóttir en hún spilaði hringina þrjá á -21 og var 26 köstum á undan næstu konu. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitill Maríu.

Aðrir Íslandsmeistarar 2025 eru:
Stórmeistaraflokkur 40 ára og eldri: Pétur Gunnarsson
Stórmeistaraflokkur kvenna 40 ára og eldri: Salbjörg Rita Jónsdóttir
Stórmeistaraflokkur 50 ára og eldri: Elmar Viðarsson
Ungmennaflokkur 18 ára og yngri: Birgir Smith

Við óskum þeim öllum til hamingju með titilana.

Öll úrslitin í Íslandsmótinu má sjá hér: https://www.pdga.com/tour/event/93462