Glæsilegt heimsmeistaramót

Þessa dagana fer fram heimsmeistaramótið í frisbígolfi en í fyrsta sinn er það haldið utan Bandaríkjanna og eru það Finnar sem eru gestgjafar 2025. Mótið þykir eitt það flottasta sem haldið hefur verið enda eru Finnar þekkt frisbígolfþjóð og faglegir fram í fingurgóma.
Mótið er haldið á tveimur völlum, annarsvegar “The Beast” en sá völlur er í borginni Nokia og er 2794 metrar og er par 63 og hinsvegar “The Monster” sem er í Tampere og er 3280 metrar og par 67.

Mikil spenna er fyrir lokadaginn og ótrúleg tilþrif þar sem vallarmetin hafa verið slegin. Við Íslendingar eigum tvo fulltrúa á mótinu, Íslandsmeistarana Maríu Eldey og Ellert
Kristján. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með lokadeginum á síðu PDGA eða horfa á beina útsendingu á Disc Golf Network.