
Þann 6. ágúst heldur Juliana Korver frisbígolfnámskeið fyrir konur í klúbbhúsinu Geisla (Þorláksgeisla 51). Juliana Korver er margfaldur heimsmeistari í frisbígolfi og er gríðarlega vinsæll kennari og leiðbeinandi í íþróttinni og einstakt tækifæri að fá hana hingað til lands.
Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 6. ágúst 2025 og hefst kl. 19:00. Verð 3500 kr.
Skráning og greiðsla fer fram á staðnum milli kl. 18:30-19:00.
Við hvetjum allar konur til að mæta.