Áramótið 2026 – metþátttaka

Það hefur verið árlegur viðburður hjá frisbígolfurum að hitttast fyrsta sunnudag á hverju ári á Gufunesvelli og taka létt þar hring og þar með fyrsta folfmót hvers árs. Þessi hefð hefur haldist frá árinu 2004 og skemmtilegur hittingur þar sem heitt kakó er í boði enda oft kalt í veðri.
Þetta árið voru rúmlega 70 keppendur skráðir til leiks sem er nýtt met enda hefur íþróttin vaxið mikð undanfarin ár og gefur góð fyrirheit um keppnissumarið sem framundan er.