Frisbígolf allt árið – á heilsársteigum

Eins og flestir vita þá er hægt að kasta frisbídiskum alla mánuði ársins enda eru allir frisbígolfvellir hér á landi aðgengilegir alla daga. Ólíkar árstíðir gera þessa velli hinsvegar mjög krefjandi þegar snjór, klaki, bleyta eða drulla gera aðstæður erfiðari en þá koma heilsársteigar sterkir inn.

Stærri sveitarfélögin hafa verið að uppfæra sína velli með góðum heilsársteigum enda hefur það sýnt sig að þannig vellir verða vinsælli og miklu meira notaðir. Við hvetjum eigendur vallana (sveitarfélögin) að byggja heilsársteiga á sína velli enda lykilatriði fyrir heilsársnotkun.

Þetta er einföld og ódýr leið til að fá fólk til að fara út að leika sér, hitta annað fólk og hreyfa sig á skemmtilegan, ódýran og hollan hátt.