Frábært sumar að baki

Óhætt er að segja að sumarið sem nú fer senn að kveðja hafi verið frábært fyrir frisbígolfið á Íslandi enda veðrið leikið við okkur um allt land. Greinilegt var að vellir um allt land voru mikið notaðir og ánægjulegt að sjá mikið af nýjum spilurum sem eru að uppgvöta þessa frábæru íþrótt.

Nýjir vellir litu víða dagsins ljós og gaman að fyrsti 18 brauta völlurinn opnaði í Selskógi við Egilsstaði en sá völlur er kærkomin viðbót við þá velli sem eru fyrir austan. Mikið var haldið af mótum og glæsilegt Íslandsmót toppaði árið eins og áður.

Nú fer veturinn í hönd og þá er bara að pakka niður hvítu diskunum, klæða sig vel og skella sér hring með skemmtilegustu vinunum.