VELLIR

Á hverju ári fjölgar frisbígolfvöllum hér á landi og er fjölbreyttni vallanna því orðið mikið en allir ættu að geta fundið sinn uppáhaldsvöll. Ef þú vilt fá völl í þinni heimabyggð hafðu þá endilega samband við okkur til aðstoðar og ráðgjafar hvernig best sé að snúa sér í því. Einnig getum við aðstoðað við hönnun á völlum. Netfangið er: folf@folf.is

Fyrsti völlurinn var settur upp á Akureyri 2001 en þá voru staurar notaðir til að kasta í en fyrsti alvöru völlurinn reis á Úlfljótsvatni árið 2002 með heimagerðum körfum úr síldarplasttunnum en nú eru yfir 45 alvöru folfvellir með sérhannaðar körfur hér á landi og eru þessir vellir öllum opnir, allt árið. Auk þess eru minni vellir víðar.

Þessir vellir eru í stafrófsröð;

Akranes – Garðalundur

Í fallegu umhverfi í Garðalundi er flottur 9 brauta völlur en þar eru fjölbreyttar brautir með miklum gróðri, vötnum og ólíkum hindrunum. Hægt er að fá lánaða venjulega frisbídiska á staðnum (eru í kistu) en mæta þarf með sína eigin folfdiska.

Sækja kort af 9 brauta vellinum. akranesvollur2014

EiðsvöllurAkureyri – Eiðsvöllur – púttvöllur

Á Eiðsvelli er skemmtilegur púttvöllur með stuttum brautum en nóg er að taka með sér pútterinn þegar þessi völlur er spilaður.

Akureyri – Glerárskóli

Sumarið 2015 var settur upp nýr 9 körfu völlur við Glerárskóla. Völlurinn var notaður sem keppnisvöllur á Unglingalandsmóti UMFÍ sumarið 2015 og er með fjölbreyttar brautir sem gaman er að spila.

hamrakotstún

Akureyri – Hamarkotstún

Sumarið 2014 var settur upp 9 brauta völlur á Hamrakotstúni við Þórunnarstræti (gengt sundlauginni). Flestar eru brautirnar frekar stuttar en krefjandi en tveir teigar eru á hverri braut. Völlurinn er mjög skemmtilegur og umhverfið fallegt. Völlurinn er með vinsælli folfvöllum á landinu enda ófáir ásar sem þarna koma. Gott er spila með pútterum eða midrange diskum á vellinum.

Hamrakotstun vallarkort3

 

hamrar2

Akureyri – Hamrar

Þessi skemmtilegi og fjölbreytti 9 holu völlur liggur fyrir ofan tjaldsvæðið að Hömrum en fyrsta brautin er reyndar inn á tjaldsvæðinu og þá er kastað yfir eina af tjörnunum sem þar eru. Völlurinn reynir töluvert á hæfni spilara en hægt er að velja um bláa og rauða teiga. Verið er að vinna að stækkun vallarins í 18 brautir og verður hann þá annar völlurinn á landinu með 18 brautir, hinn er í Gufunesi. Skorkort og kort fást í þjónustumiðstöðinni.

Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Sækja kort.

Apavatn – á tjaldsvæði Rafiðnaðarsambands Íslands

6 brauta völlur sem settur var upp sumarið 2014.

Árskógsströnd 

9 brauta völlur var settur upp á Árskógsströnd sumarið 2017 með þremur körfum en spilaðar eru þrjár brautir á hverja braut.

Bifröst

Við Háskólann á Bifröst er lítill 6 brauta völlur í skemmtilegu umhverfi. Á vellinum eru fyrstu körfurnar sem smíðaðar voru hér á landi og settar fyrst upp í Gufunesi.

Bolungarvík

Bolungarvík

Haustið 2015 var opnaður 9 körfu völlur í Bernódusarlundi og er völlurinn með 2 teiga á hverri braut. Í lundinum er skemmtilegt umhverfi með fjölbreyttum gróðri og trjám. Hæðamunur gerir völlinn krefjandi en kastað er bæði upp og niður halla sem þarna er. Á sumrin getur verið töluverð lúpína en þá er gott að taka vel eftir ef diskurinn lendir í henni.

Hér er kort af vellinum. bolungarvik2015

Búðardalur

Vorið 2017 var settur upp 9 brauta völlur á Búðardal á skemmtilegum stað í bænum. Upplagt að taka hring ef fólk er á leiðinni um svæðið. Fyrsta braut byrjar við tjaldsvæðið.

Drangsnes

Sumarið 2017 var settur upp 5 brauta völlur Drangsnesi. Völlurinn er staðsettur við tjaldsvæðið og er fyrsti folfvöllur á þessu hluta landsins.
Hér er hægt að nálgast kort af vellinum. Kort

Egilsstaðir – Tjarnargarðurinn 

Í þessu frábæra umhverfi er 6 brauta völlur sem opnaður var sumarið 2015.

Eyrarbakki

Skemmtilegur og krefjandi 6 brauta völlur var settur upp sumarið 2017 við tjaldsvæðið í bænum. Óvenjulegur strandvöllur sem gaman er að spila.

Fáskrúðsfjörður

Vorið 2018 var settur upp skemmtilegur 9 brauta völlur á Fáskrúðsfirði.

1009820_10151506405642100_1304108573_n

Flateyri

Sumarið 2013 tóku nokkrir hressir strákar sig til og smíðuðu körfur úr allskyns afgöngum og settu upp völl á Flateyri. Hann er staðsettur á Strákavöllum og er mjög skemmtilegur.

Sækja kort af vellinum á Flateyri. Flateyri folfvöllur

Sækja skorkort fyrir Flateyri. Skorkort Flateyri

—-

flúðir

Flúðir

Sumarið 2014 var settur upp 9 brauta völlur á skemmtilegu svæði á Flúðum í Hrunamannahreppi. Völlurinn byrjar við bílastæðið við félagsheimilið og liggur í hring með ánni sem þar liggur. Þessi völlur er nokkuð erfiður yfirferðar og auðvelt að týna diskum.

Sækja kort af vellinum á Flúðum. Fludir folfvollur

IMG_7423

Hafnafjörður – Víðistaðatún

Sumarið 2014 var settur upp 6 brauta völlur á þessum skemmtilega stað í Hafnarfirði. Á sumrin teygir tjaldsvæðið sig stundum inn á stóra túnið og þarf þá að sýna tillitsemi þegar spilað er á því svæði.

Hér getur þú sótt vallarkort. Sækja kort.

Hella 

Sumarið 2017 var settur upp flottur 9 brauta völlur á Hellu. Hann stendur við Rangárbakka og er í fallegu gróðursælu umhverfi.

Hér er hægt að sækja vallarkort

Hrafnagil Eyjafirði

Vorið 2017 var settur upp skemmtilegur 9 brauta völlur við íþróttasvæðið á Hrafnagili. Völlurinn er bæði með stuttum og löngum brautum og er krefjandi fyrir alla spilara.

10410142_10203712310961799_904897210235008905_n

Hrísey

Sumarið 2014 var settur upp flottur 9 körfu völlur í Hrísey á frábærum stað í skógræktinni með upphafsteig við gamla skólann. Tveir teigar eru á hverri braut sem gerir völlinn hentugan fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Húsavík

Á Húsavík er flottur 5 brauta völlur en er hann staðsettur rétt austan við bæinn.

Hvanneyri 

Haustið 2017 var settur upp skemmtilegur 9 brauta völlur á Hvanneyri. Völlurinn er með einum teig á hverri braut og er fjölbreyttur og krefjandi. Fyrsti teigur er við kirkjuna.

 

Hvolsvöllur 

Sumarið 2017 var settur upp flottur 9 brauta völlur á Hvolsvelli við íþróttasvæðið. Völlurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur.

Höfn í Hornafirði

Sumarið 2017 var settur upp 9 brauta völlur við tjaldsvæðið á Höfn. Völlurinn liggur í suður af tjaldsvæðinu og nýtir bæði skóglendi og hæðamismun vel.

Kópavogur

Vorið 2017 var settur upp fyrsti völlurinn í Kópavogi en hann er í Kópavogsdalnum sem liggur við hlið Dalvegs. Þetta er skemmtilegur 10 brauta völlur með tveimur teigum á hverri braut en völlurinn er strax orðinn einn af vinsælli völlum landsins.

Miðhúsaskógur (við Laugarvatn)

Á svæði VR í Miðhúsaskógi við Laugarvatn er skemmtilegur 5 brauta völlur. Fjölbreytt kjarrlendi er á þessu svæði sem gerir völlinn krefjandi og áhugaverðan.

Sækja kort af vellinum. Kort af velli.

Hér getur þú sótt skorkort af vellinum. Sækja skorkort.

mosó

Mosfellsbær – Ævintýragarðurinn

Vorið 2014 var opnaður völlur á þessum skemmtilega stað þar sem fyrirhugað er að byggja upp sannkallað ævintýrasvæði. Völlurinn býður upp á mishæðir, gróður og skemmtilega fjölbreyttni. Tveir teigar eru á vellinum, rauðir og hvítir.

Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Mosó vallarkort.

SúnvöllurinnNeskaupsstaður

Sumarið 2016 var settur 9 brauta völlur á skemmtilegt svæði við snjóflóðavarnargarðana.

Reykhólar

Sumarið 2017 var settur upp stuttur en krefjandi 9 brauta völlur á þessum flotta stað í Reykhólahreppi. Tveir teigar eru á hverri braut.

Reykjanesbær – Rómantískasvæðið

Sumarið 2016 var settur upp 8 brauta völlur á þessu skemmtilega svæði við Aðalgötu (á móts við Vatnsholt). Völlurinn er með stuttum brautum og liggur fram og til baka í fjölbreyttu landslagi.

Breiðholt2

Reykjavík – Fella- og Hólahverfi – Breiðholt

Þessi völlur er efst í Elliðaárdalnum en þrír teigar á hverri braut. Völlurinn er í náttúrulegu umhverfi og því er mikilvægt að fylgjast vel með diskunum til þess að týna þeim ekki sérstaklega nálægt lúpínunni. Á fyrstu og níundu braut er kastað nálægt vatni sem getur verið erfitt. Við ráðleggjum öllum byrjendum á að spila af rauðu teigunum. Breidholt2014

fossvogur

Reykjavík – Fossvogsdalur 

Sumarið 2014 var opnaður frábær völlur á þessum skemmtilega stað. Brautirnar liggja beggja vegna bæjarmarka Reykjavíkur og Kópavogs og er vallarstæðir einkar fallegt með tjörnum, háum trjám og fallegum grasflötum. Fyrsta braut er vestast í dalnum (Landsspítalamegin).

Þú getur sótt kortið hér. Fossvogur4

Reykjavík – Grafarholt

Í Leirdal í Grafarholti var settur upp völlur í september 2017. Þetta er flottur 9 brauta völlur sem liggur á skemmtilegu svæði í skóglendi sem þarna er. Á þessum velli er lengsta braut landsins, heilir 200 metrar, og á þessu svæði er einnig komið fyrsta æfingakastsvæðið hér á landi (driving range). Á hverri braut eru góðir teigar fyrir alla spilara.

gufunes2

Reykjavík – Gufunes í Grafarvogi

Í Gufunesi er eini 18 brauta völlurinn og er hann mjög skemmtilegur, fjölbreyttur og krefjandi þar sem finna má nokkrar af lengstu brautum landsins. Á hverri braut eru þrjár gerðir af teigum; léttir, miðlungs og erfiðir. Stórt kort er við bílastæðið sem lýsir vel vellinum. Teigarnir á fyrstu holu eru rétt við bílastæðið. Völlurinn var tekinn í notkun sumarið 2002.

Hér getur þú sótt vallarkort. Gufunes 2014 vallarkort

 

Reykjavík – Klambratún

Einn vinsælasti völlur landsins er á Klambratúni í hjarta Reykjavíkur en hann var settur upp sumarið 2010. Völlurinn er 9 brautir en umhverfið á Klambratúni er kjörið fyrir frisbígolf, há tré og gróður sem búa til skemmtilegar fyrirstæður til að spila frisbí.

Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Sækja kort.

_MG_9802

Reykjavík – Laugardalur 

Skemmtilegur völlur á besta stað í Reykjavík. Tveir teigar eru á hverri braut, rauður og hvítur og eru hvítu teigarnir hellulagðir til þess að ná sem bestu upphafsskoti. Best er að leggja bílnum við KFUM heimilið Holtavegi því þar er fyrsta braut. Völlurinn liggur í átt að TBR húsinu. Hér er kort af vellinum. Laugardalur D

Laugardalur2014

Reykjavík – Seljadalur – Seljahverfi 

Sumarið 2015 var tekinn í notkun völlurinn í Seljadal en hann er 9 brauta og liggur upp og niður dalinn. Fyrsti teigur er við Seljakirkju.

Hér er kort af vellinum. Seljadalur vallarkort

Selfoss

Sumarið 2017 kom upp völlur á tjaldsvæðinu á Selfossi. Þetta er 9 brauta völlur sem liggur umhverfis tjaldsvæðið og nýtir vel þann gróður sem þarna er.

Seltjarnarnes – Valhúsahæð 

Þarna er skemmtilegur 9 brauta völlur og er fyrsta karfan við kirkjuna.

Stokkseyri

9 brauta völlur sem kemur upp sumarið 2017. Völlurinn er staðsettur á fjölbreyttu svæði við tjaldsvæðið.

úlfljóts

Úlfljótsvatn

Við Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni er skemmtilegur 10 holu völlur sem er mjög “skátalegur” þ.e. hann liggur um fjölbreytt landslag. Þetta er elsti völlur landsins og settur upp sumarið 2002 en fyrri hluti vallarins er inn á tjaldsvæðinu en seinni hluti liggur meðfram fallegum læk. Fyrsta holan er við aðalhliðið inn á tjaldsvæðið og síðasta holan endar þar rétt hjá. Hægt er að fá leigða diska í þjónustumiðstöðinni.

Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Sækja kort.

Vestmannaeyjar

Sumarið 2016 var tekinn í notkun 6 brauta völlur en hann er við íþróttahús og sundlaug.

Hér er hægt að sækja kort af vellinum.

Auk þessara valla eru körfur við Hólavatn í Eyjafirði, í Vatnaskógi, Fossatúni, á Tálknafirði, Möðrudalsöræfum og víðar.