31jul18:0021:00Kvennamótaröð ÍFS - 5
Event Details
Keppt verður á vellinum við Vífilsstaði í Garðabæ Í sumar höldum við áfram með kvennamótaröðina okkar en mótin eru ætluð bæði vönum keppendum sem og
Event Details
Keppt verður á vellinum við Vífilsstaði í Garðabæ
Í sumar höldum við áfram með kvennamótaröðina okkar en mótin eru ætluð bæði vönum keppendum sem og óvönum. Boðið verður upp á 3 mismunandi getuflokka og eru konur á öllum aldri velkomnar að taka þátt.
Mótin í sumar verða eftirtalin:
Kvennamót 1 – 20. apríl (fimmtudagur) – Grafarholtsvöllur kl. 12:00
Kvennamót 2 – 29. maí (mánudagur) – Fossvogur kl. 18:00
Kvennamót 3 – 16. júní (föstudagur) – Vífilsstaðir kl. 18:00
Kvennamót 4 – 2. júlí (sunnudagur) – Njarðvíkurskógar kl. 13:00
Kvennamót 5 – 31. júlí (mánudagur) – Vífilsstaðir kl. 18:00
Kvennamót 6 – 31. ágúst (fimmtudagur) – Laugardalur kl. 18:00
16. september verður haldið á Íslandi (og á fjölda annarra staða í Evrópu) evrópskt kvennamót. Um kvöldið verður uppskeruhátíð kvenna sem tóku þátt í frisbígolf mótum í sumar. Nánar auglýst þegar nær dregur.
Boðið verður upp á þrjá flokka:
Almennur flokkur kvenna 1 (FA1) – ætlaður fyrir þær konur sem eru vanar keppni
Almennur flokkur kvenna 2 (FA2) – fyrir konur sem eru í góðri æfingu og klárar í keppni
Almennur flokkur kvenna 3 (FA3) – fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni
Á hverju móti verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í hverjum flokki. Dregin verða handahófskennt önnur verðlaun, eitt í hverjum flokki. Einnig verða verðlaun fyrir sigurvegara í leik mótsins (mismunandi leikur í hverju móti).
Þrjú bestu mótin gilda til að vinna mótaröðina. Ef tvær eða fleiri eru jafnar á stigum þá gilda fjögur bestu mótin, svo fimm bestu mótin og svo heildarárangur viðkomandi úr allri mótaröðinni. Ef ennþá jafnar þá er bráðabani ákveðinn í samráði við viðkomandi keppendur.
Verð:
Mótsgjald er 1.000 kr fyrir hvert mót eða 3.000 kr fyrir mótaröðina.
Greiðsluupplýsingar: Banki: 0513-14-503326 Kennitala: 450705-0630
(Skýring ,,kvenna“ og senda kvittun á motanefnd@folf.is).
Styrktaraðili kvennamótaraðarinnar 2023 eru Folfdiskar.is
Time
(Monday) 18:00 - 21:00