Valreglur á Evrópumótið

Val á íslenskum keppendum í sæti sem ÍFS fær úthlutað á Evrópumótið.

Meginreglan er sú að miðað er við árangur keppenda á Íslandsmóti ári áður en Evrópumótið fer fram. Ef það sker ekki úr um þá er miðað við árangur á Gullmótaröð Íslandsbikarsins og ef enn er jafnt þá er miðað við PDGA stig keppenda. Fjöldi sæta sem Ísland fær úthlutað getur verið breytilegur. Við úthlutun sæta er miðað við eftirfarandi og í þessari röð ef enn er jafnt.

  1. Úrslit Íslandsmóts
  2. Úrslit Íslandsbikars
  3. PDGA reiting

Þetta eru viðmiðunarreglur sem stjórn ÍFS hefur að leiðarljósi en endanleg ákvörðun liggur alltaf hjá stjórn ÍFS.

Á Evrópumóti þarf keppandi sem keppir fyrir hönd Íslands að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Vera ríkisborgari eða með búsetuskilyrði á Íslandi. Búsetuskilyrðin eru: Að hafa búið í landinu í 18 mánuði áður en skráning byrjar, að þetta sé aðal búsetu land viðkomandi þar sem manneskjan eyðir mestum tíma árs , þar sem viðkomandi er með atvinnu, borgar skatta og svo framvegis. Einnig er lágmarks PDGA reitings krafa sett fyrir alla flokka nema ungmennaflokkana. Árið 2025 var krafan lágmark 800 fyrir opna flokka og 600 fyrir kvennaflokka.

Þessar reglur voru uppfærðar í mars 2025.