Vetrarfolf

Frisbígolf hefur marga kosti og er einn af þeim sá möguleiki að spila alla daga ársins, óháð veðri og vindum. Jafnvel í kafasnjó er auðvelt að spila en það í raun stórskemmtilegt en það getur tekið smá tíma að leita að diskunum. Nauðsynlegt er að hafa einhvern sem sér vel hvar diskarnir lenda (svokallaðann spotter) en einnig er hægt að líma á diskana 1-2 metra langan spotta (eins léttan og hægt er) sem límdur er neðan á miðjan diskinn. Ágæt regla er að skilja hvítu diskana eftir heima þegar mikill snjór er. Við hvetjum alla til að prófa áður en snjórinn fer.