Þrír nýjir vellir

Frisbígolfvellir á Íslandi 2016Á síðustu dögum hafa þrír nýjir frisbígolfvellir verið teknir í notkun hér á landi og er nú heildarfjöldi valla kominn í 30. Þessir nýju vellir eru á Neskaupsstað, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ en beðið hefur verið eftir þessum völlum með mikilli eftirvæntingu. Það er skemmtilegt að sjá hversu margir eru áhugasamir um folfið og við sjáum daglega nýja spilara sem eru að prófa. Allt sem þarf er bara einn frisbígolfdiskur og þá er hægt að byrja. Auðvitað er alltaf skemmtilegra að byrja með “sett” af diskum þ.e. pútter, midrange og dræver en þessi sett kosta frá 5.000 krónum þannig að byrjunarkostnaður er mjög lítill.

Við finnum líka fyrir auknum áhuga sveitarfélaga á að setja upp frisbígolfvöll í þeirra heimabæ en við fáum mikið af fyrirspurnum til okkar. Auðvitað er þetta frábær og ódýr viðbót við þá afþreyingu sem í boði er fyrir íbúana og stuðlar að aukinni lýðheilsu þeirra. Það er því líklegt að völlum eigi eftir að fjölga enn meira á komandi mánuðum og árum.