Ótrúleg fjölgun frisbígolfvalla.

Þrátt fyrir að frisbígolfið sé enn vinsælast í Bandaríkjunum þá er gaman að sjá vöxtinn á sportinu á heimsvísu þ.e. utan Bandaríkjanna. Núna eru um 5.500 vellir á heimsvísu, þarf af 1113 utan Bandaríkjanna.

Árið 1986 voru átta vellir á Norðurlöndunum og árið 1990 voru samtals 32 vellir utan Bandaríkjanna. Þremur árum síðar voru þeir komnir upp í 50. 1995 voru þeir orðnir 110 og þegar fyrstu vellirnir voru settir upp hér á landi voru þeir orðnir yfir 200. Árið 2011 voru um 500 vellir utan Bandaríkjanna og um síðustu áramót voru 1113 vellir utan Bandaríkjanna.

graf

Fjöldi valla utan Bandaríkjanna frá 1986-2015