SKRÁNING FÉLAGA

Skráning nýrra félaga.

Við hvetjum alla frisbígolfspilara að gerast félaga í Íslenska frisbígolfsambandinu (ÍFS) og hjálpa okkur þannig að efla íþróttina með því að gera sambandið öflugra. Skráning fer fram á forsíðunni og eftir skráningu fá félagar sendar upplýsingar um bankareikning til að leggja inn á félagsgjaldið.

Árgjaldið fyrir 2015 er aðeins 5.000 krónur og er sú breyting frá fyrra ári að innifalið í árgjaldinu eru eftirfarandi hlutir:

  • Flott derhúfa merkt ÍFS
  • Íslensk reglubók PDGA
  • Saumað merki ÍFS
  • Merktur disklingur (mini marker)
  • Lægra mótsgjald á mótum ÍFS
  • Reglulegar fréttir af því sem er að gerast hérlendis
  • Afsláttur í Frisbígolfbúðinni af diskum.

Reiknað er með að afhending á þessum vörum verði 1. maí 2015 en greiða þarf fyrir þann tíma.