Fimmti völlurinn tekinn í notkun á Akureyri

IMG_3183

Nú í vikunni var settur upp nýr 6 körfu frisbígolfvöllur á Eiðsvelli á Akureyri en völlurinn er sá fimmti sem Akureyringar geta nú spilað á. Hinir eru að Hömrum, á Hamarskotstúni, við Glerárskóla og í Hrísey. Auk þess voru settar upp stakar körfur við Oddeyrarskóla, Eyrarveg og við Hjalteyrargötu.

Akureyri er því orðinn draumastaður fyrir áhugasama frisbígolfkastara enda vellirnir mjög ólíkir og fjölbreyttnin mikil. Án efa er erfiðasti völlurinn inn á Hömrum en hann er að mörgum talinn einn skemmtilegasti (og erfiðasti) völlur landsins. Vellirnir á Hamarskotstúni og Eiðsvelli eru hinsvegar stuttir vellir þar sem hægt er að spila með pútterum eða midrange diskum. Völlurinn við Glerárskóla var settur upp í sumar og notaður á Landsmóti UMFÍ sem fram fór um verslunarmannahelgina en um 80 manns kepptu þá í folfi.