Góður aðalfundur ÍFS

fjolgun

Aðalfundur Íslenska frisbígolfssambandsins var haldinn fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 20 í hlöðunni í Gufunesbæ. Fram kom á fundinum að síðasta ár hafi verið það besta frá upphafi en þeir sem stunda frisbígolf hafa aldrei verið fleiri. Einnig fer völlunum fjölgandi en nú í vor verða komnir 30 vellir á landinu. Í starfsskýrslu stjórnar kom fram að síðasta ár hafi verið mjög annasamt en rúmlega 50 mót voru haldin víðsvegar um landið. Síðasta sumar bar einna hæst heimsókn Jenni Eskelinen evrópumeistara sem hélt tvö kvennanámskeið í folfi og var frábær þátttaka á þeim báðum en nálægt 50 konur tóku þátt.

Kosin var fimm manna stjórn á fundinum en í henni sitja Birgir Ómarsson, formaður, Kristinn Arnar Svavarsson, Jón Símon Gíslason, Berglind Ásgeirsdóttir og Árni Sigurjónsson.