VELLIR

Á hverju ári fjölgar völlum og körfum hér á landi sem eykur fjölbreyttni þeirra sem vilja spila. Hægt er að hafa samband við okkur til aðstoðar við ráðgjöf og hönnun á völlum á netfangið folf@folf.is

Fyrsti völlurinn var settur upp á Úlfljótsvatni árið 2000 með heimagerðum körfum úr síldarplasttunnum en nú eru níu alvöru folfvellir með sérhannaðar körfur hér á landi og eru þessir vellir öllum opnir, allt árið. Þessir vellir eru í stafrófsröð;

Akranes – Garðalundur

Núna í sumar var settur upp 6 holu völlur í Garðalundi sem er mjög fallegt svæði fyrir völlinn og bíður upp á mikla möguleika. Hægt er að fá lánaða venjulega frisbídiska á staðnum (eru í kistu) en mæta þarf með sína eigin folfdiska.

Sækja kort af vellinum. Akraneskort2013

Akureyri – Hamrakotstún

Sumarið 2014 var settur upp 9 brauta völlur á Hamrakotstúni við Þórunnarstræti (gegnt sundlauginni). Vegna stærðar garðsins eru brautirnar frekar stuttar en krefjandi og settir voru tveir teigar á hverja braut. Völlurinn er mjög skemmtilegur og umhverfið fallegt. Þessi nýji völlur fer vel saman við völlinn að Hömrum sem bíður upp á allt annarskonar brautir.

Hamrakotstun vallarkort3

Akureyri – Hamrar

Þessi skemmtilegi og fjölbreytti 9 holu völlur liggur fyrir ofan tjaldsvæðið að Hömrum en fyrsta brautin er reyndar inn á tjaldsvæðinu og þá er kastað yfir eina af tjörnunum sem þar eru. Völlurinn reynir töluvert á hæfni spilara en hægt er að velja um bláa og rauða teiga. Skorkort og kort fást í þjónustumiðstöðinni.

Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Sækja kort.

Flateyri

1009820_10151506405642100_1304108573_n

Sumarið 2013 tóku nokkrir hressir strákar sig til og smíðuðu körfur úr allskyns afgöngum og settu upp völl á Flateyri. Hann er staðsettur á Strákavöllum og er mjög skemmtilegur.

Sækja kort af vellinum á Flateyri. Flateyri folfvöllur

Sækja skorkort fyrir Flateyri. Skorkort Flateyri

Gufunes í Grafarvogi

Í Gufunesi er eini 18 holu völlurinn og er hann mjög skemmtilegur, fjölbreyttur og krefjandi þar sem finna má lengstu holur landsins. Við hverja holu eru tvær gerðir af teigum, almennir og byrjenda. Stórt kort er við bílastæðið sem lýsir vel vellinum. Teigarnir á fyrstu holu eru rétt við kortið.

Hér getur þú sótt vallarkort. Gufuneskort2012.

Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Sækja kort.

Hafnafjörður – Víðistaðatún

Sumarið 2014 var settur upp 6 brauta völlur á þessum skemmtilega stað í Hafnarfirði.

Hér getur þú sótt vallarkort. Sækja kort.

hriseyfolf

Hrísey

Sumarið 2014 var settur upp flottur 9 körfu völlur í Hrísey á frábærum stað í skógræktinni með upphafsteig við gamla skólann. Tveir teigar eru á hverri braut.

Mosfellsbær – Ævintýragarðurinn

mosó

Vorið 2014 var opnaður völlur á þessum skemmtilega stað þar sem fyrirhugað er að byggja upp sannkallað ævintýrasvæði. Völlurinn býður upp á mishæðir, gróður og skemmtilega fjölbreyttni. Tveir teigar eru á vellinum, rauðir og hvítir.

Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Mosó vallarkort.

Klambratún – Reykjavík

Nýbúið er að setja upp glæsilegann 9 holu völl á Klambratúni í hjarta Reykjavíkur. Umhverfið á Klambratúni er kjörið fyrir frisbígolf, há tré og gróður sem búa til skemmtilegar fyrirstæður til að spila frisbí.

Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Sækja kort.

Miðhúsaskógur (við Laugarvatn)

Á svæði VR í Miðhúsaskógi við Laugarvatn er búið að setja upp 5 holu völl. Fjölbreytt kjarrlendi er á þessu svæði sem gerir völlinn krefjandi og áhugaverðan.

Sækja kort af vellinum. Kort af velli.

Hér getur þú sótt skorkort af vellinum. Sækja skorkort.

Úlfljótsvatn

Við Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni er skemmtilegur 10 holu völlur sem er mjög “skátalegur” þ.e. hann liggur um fjölbreytt landslag. Fyrri hluti vallarins er inn á tjaldsvæðinu en seinni hluti liggur meðfram fallegum læk. Fyrsta holan er við aðalhliðið inn á tjaldsvæðið og síðasta holan endar þar rétt hjá. Hægt er að fá leigða diska í þjónustumiðstöðinni.

Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Sækja kort.

Auk þessara valla eru körfur við Hólavatn í Eyjafirði, í Vatnaskógi, á Tálknafirði, Möðrudalsöræfum, Flateyri, Egilsstöðum og víðar.