Sjö nýir vellir að bætast við

fossvogurMikill áhugi er hjá sveitarfélögum um að setja upp frisbígolfvelli í sinni heimabyggð og eru mörg þeirra að skoða þennan möguleika enda bendum við á að þetta sé ódýr og einföld leið til að auka fjölbreyttni í afþreyingu fyrir íbúa auk þess sem frisbígolf stuðlar að aukinni hreyfingu og auðvitað lífsgleði.

Nú í sumar er komin staðfesting á sjö nýjum völlum en þeir eru á Egilsstöðum, tveir á Akureyri (Glerárþorp og Eiðsvelli), á Húsavík, í Bolungarvík, á Seltjarnarnesi og í Seljahverfi í Reykjavík (hjá Ölduselsskóla). Þessir vellir bætast við þá 19 sem nú þegar eru á landinu en auk þess eru mörg bæjarfélög jákvæð og gætu tekið ákvörðun í sumar.