Evrópumeistari kvenna til landsins

xlarge-sm-frisbeegolf

Jenni Eskelinen er 30 ára finnskur íþróttafræðingur og ein af bestu frisbígolfspilurum Evrópu. Hún kynntist frisbígolfi árið 2009 og til að byrja með spilaði sér til gamans með vinahópnum. Þegar hún tók eftir að hún kastaði töluvert lengra en vinirnir fór hún að hugleiða keppnir og árið 2011 tók hún skrefið, keypti fullt af diskum og æfði sig daglega. Hún hafði mikinn áhuga á tækninni við sportið og æfði orðið skipulega. Árið eftir var hún komin í úrslit á Finnska meistaramótinu.

2014 var mjög gott ár fyrir Jenni. Hún keppti í 13 PDGA mótum, komst á verðlaunapall í 10 þeirra og þar af sem sigurvegari á 5 PDGA mótum. Hún toppaði síðan árið í fyrra með því að vinna Evrópumeistarmótið.

Íslenska frisbígolfsambandið í samvinnu við Frisbígolfbúðina hefur samið við Jenni um að koma hingað til lands í sumar og halda námskeið þann 13. júní nk. Sérstök áhersla verður lögð á konur í þessari heimsókn en hún mun halda sér námskeið fyrir þær (kl. 13 og kl. 16) sem ætlað er bæði byrjendum og lengra komnum. Með þessari heimsókn langar okkur að auka áhuga kvenna á þessu frábæra sporti og vonandi grípa þær tækifærið og læra handtökin af þessum snillingi.